ÖBÍ - réttindasamtök bjóða til réttindagöngu á verkalýðsdaginn þann 1.maí næstkomandi. Í ár verður gengið undir slagorðinu ,,Sköpum störf fyrir alla“. Safnast verður saman fyrir kröfugönguna á Skólavörðuholti klukkan 13:00. Gengið er af stað klukkan 13:30 niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem dagskrá tekur við.
Bifreiðar með hreyfihamlaða einstaklinga með stæðiskort hafa heimild til að fara í gegnum mannaða lokun við Frakkastíg/Bergþórugötu og þaðan inn á sleppistæði við Tækniskólann og sömu leið út. Því þarf stæðiskorthafi að vera farþegi í bílnum. Einnig er gert ráð fyrir sleppistæði við mannaða lokun við gatnamót Eiríksgötu/Njarðargötu.
ÖBÍ réttindasamtök bjóða í kaffi að dagskrá lokinni í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, og bjóða upp á ferðir frá Ingólfstorgi. Nánari upplýsingar má fá á viðburði á Facebook.
Sjálfsbjörg hvetur sem flesta til að taka þátt.
Verið öll velkomin