Nýlega gaf Sjálfsbjörg út stutt fræðslumyndband um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Í myndbandinu fer Margrét, fyrrum formaður, yfir hvert hlutverk samningsins er, og tekur sérstaklega fyrir greinar 9, 19 og 20 sem snúa að aðgengi, sjálfstæðu lífi og hreyfanleika og útskýrir hvað þær þýða í raun. Í lokin er farið stuttlega yfir hvað lögfesting samningsins þýðir sem og hvert hlutverk félagasamtaka verður ef lögfesting nær í gegnum Alþingi.
Það er gríðarlega mikilvægt að við vitum og skiljum hver réttindi okkar eru. Réttindi eru kerfisleg og án þekkingar á þeim getur verið erfitt að berjast fyrir þeim, við kerfið. Hætt er við því að við, fatlað fólk, samþykkjum minni þjónustu, lélegt aðgengi eða verri framkomu en við eigum rétt á.
Við eigum öll rétt á að lifa mannsæmandi lífi og innibera greinar SRFF áréttingu á þeim rétti fatlaðs fólks. Hingað til hefur fötluðu fólki ekki gengið vel að njóta fullra réttinda til jafns við aðra, þar sem stjórnvöld og dómstólar virða ekki að fullu SRFF. Með lögfestingunni yrðu réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra, betur tryggð.
Við eigum öll rétt á að lifa mannsæmandi lífi og innibera margar greinar SRFF áréttingu á þeim rétti fatlaðs fólks. Hingað til hefur ekki gengið vel að krefja kerfið um full réttindi til jafns við aðra, þar sem dómstólar líta ekki á SRFF sem lög. Með lögfestingunni yrðu réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra, tryggð.
Hægt er að nálgast myndbandið á öllum samfélagsmiðlum Sjálfsbjargar og er félagsfólk hvatt til að kynna sér það.