Í dag er seinna námskeiðið frá Samskiptastöðinni semfjallar um samskipti í parasambandi og í fjölskyldum. Það byrjar kl. 15 og er félagsfólki að kostnaðarlausu.
Í febrúar hefst fjögra vikna námskeið um heilsu- og matarprógramm. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur heldur námskeiðið og er fólk beðið að skrá þátttöku sem fyrst í netfangið [email protected]. Sjálfsbjörg niðurgreiðir námskeiðið fyrir félagsfólk sitt, en fólk þarf að greiða staðfestingargjald kr. 5000.
Nú er rétti tíminn til að setja heilsuna í forgang!