'Forme(s) de vie' á Reykjavík Dance Festival 2025

Við vekjum athygli á viðburðinum 'Forme(s) de vie' sem listahópurinn Shōnen frá Frakklandi mun standa fyrir miðvikudaginn 12.nóvember frá 18.30 – 19.30 og fimmtudaginn 13.nóvember kl. 18:00 – 19:00 í Borgarleikhúsinu. Verkið fjallar um nauðsyn þess að leiða saman mismunandi hópa fólks, en þar mætast þrír dansarar og tveir leikarar sem tilheyra hópum fatlaðra og ófatlaðra. Athugið að verkeið er fyrir tólf ára og eldri og fer fram á ensku.

Þá mun hópurinn einnig standa fyrir vinnustofu um hvernig líkamstjáning tengist á milli undirmeðvitundar og raunveruleika. Vinnustofan fer fram á Dansverkstæðinu 12 – 13 nóvember kl. 10.30 – 12.30. Þátttaka er gjaldfrjáls en Skráning er nauðsynleg og mun vinnustofan einnig fara fram á ensku.

Nánari upplýsingar um skráningu á vinnustofuna og verkið má sjá á heimasíðu Reykjavík Dance Festival.

Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta

Fleiri fréttir