Exoquad 4wd hjól til útláns fyrir Sjálfsbjargarfélaga

Á dögunum festi Sjálfsbjörg lsh. kaup á Exoquad hjóli sem er sérhannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Hjólið tryggir hreyfihömluðu fólki frelsi til að kanna, upplifa og njóta útivistar á eigin forsendum. Hjólið er til útleigu hjá HTL hjálpartækjaleigu í Hátúni 12, fyrst um sinn er það eingöngu til útláns til félagsfólks Sjálfsbjargar. Hér er hlekkur á gripinn og ætti fólk að leggja inn pöntun sem fyrst á þær dagsetningar sem eru lausar.

Góða skemmtun!

Fleiri fréttir