Um er að ræða fjögur stöðugildi hlutastörf, aðstoðarkennara til að vera kennurum innan handar í kennslu. Hlýlegt og skapandi starfsumhverfi. Hægt er að aðlaga starfshlutfall og velja vinnutíma, en kennt er bæði á daginn og á kvöldin.
Hæfniskröfur
Í anda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks bjóðum við upp á hlutastörf sem hægt er að aðlaga að fjölbreyttri færni. Okkur er mikið í mun að skapa inngildandi starfsumhverfi og hvetjum sérstaklega fatlað fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2026.
Unnið er úr umsóknum jafnóðum svo við hvetjum áhugasöm til að sækja um sem fyrst.
Nánari upplýsingar um störf aðstoðarkennara veitir Dögg Sigmarsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í gegnum netfangið: [email protected] eða í síma: 793-7163.
Dósaverksmiðjan er staðsett í Skeifunni 11C, á 2. og 3. hæð. Hjólastólaaðgengi er tryggt að rýminu, lyfta er í húsnæðinu og hjólastólaaðgengi á salerni á báðum hæðum. Bílastæði eru beint fyrir utan innganginn. Á heimasíðu okkar finnur þú frekari upplýsingar um námsframboð skólans: thetincanfactory.eu.
Nánari upplýsingar má sjá hér.