Aðgengi á ferðalagi - Keflavíkurflugvöllur

Sjálfsbjörg vekur athygli á að nú eru komnar góðar upplýsingar um þá aðstoð sem er í boði fyrir farþega sem nota hjólastól, hafa skerta hreyfigetu, heyrnar- eða sjónskerðingu, ósýnilegar fatlanir eða raskanir, hjá Icelandair. Einnig eru upplýsingar um ferðalög með lækningatæki, ofnæmi og lyf. Aðstoð er í boði á flugvellinum, um borð og með hjálpartæki eins og hjólastóla. Þjónustan er gjaldfrjáls, en til að tryggja þægilega ferð mælum við með að óska eftir aðstoð að minnsta kosti tveimur sólarhringjum fyrir brottför.

Nýtt myndband um aðstoð við hjólastólanotendur sýnir ferlið frá því að hjólastólanotandi lætur vita af sér og þar til hann er kominn í sæti í flugvélinni. Þess ber að geta að flest þau sem nota hjólastóla láta lyfta sér úr hjólastól og yfir á flugvélastólinn, eða hafa sérstakt flutningssegl sem hægt er að óska eftir. Sjálfsbjörg fagnar því að upplýsingar, leiðbeiningar og myndband sé komið á vef Icelandair. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Fleiri fréttir