Aðgengishnappur er komin inn á heimasíðu Sjálfsbjargar. Hann virkar þannig að ef fólk vill senda ábendingar til aðgengisfulltrúa sveitarfélags varðandi staði sem gera þarf aðgengilega eða lagfæra aðgengi að, þá smellir það á Aðgengishnappinn efst á síðunni, velur það sveitarfélag sem við á, og skrifar inn skilaboðin. Skilaboðin munu berast aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins. Gott er að láta mynd fylgja með. Sjálfsbjörg hvetur félagsmenn til að vera vakandi fyrir aðgengismálum í umhverfi sínu og senda inn ábendingar til aðgengisfulltrúa sveitarfélaga, en öll sveitarfélög hafa nú aðgengisfulltrúa á sínum snærum.