Um miðstöðina

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Megin hlutverk Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar er að safna og miðla hagnýtum upplýsingum sem gagnast fyrst fremst hreyfuhömluðu fólki, en stór hluti upplýsinganna gagnast flestu fötluðu fólki um land allt. Til að miðla þessum upplýsingum heldur Þekkingarmiðstöðin úti þessum einstaka upplýsingavef (vefsíðu), og býður upp á leiðsögn í gegnum kerfið og aðgengilegar upplýsingar. Allar ábendingar um hvað mætti betur faras á vefsíðunni og hvaða efni fólk saknar er vel þegið.

Sýn

Að efla hreyfihamlað fólk til sjálfstæðs lífs

Markmið

  • Að veita hreyfihömluðu (fötluðu) fólki og aðstandendum þeirra upplýsingar og stuðning á þeirra eigin forsendum.
  • Að standa fyrir námskeiðum og jafningjafræðslu.
  • Að veita hlutlausar upplýsingar og ráðgjöf.
  • Að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks.

Gildi

  • Upplýsingagjöf miðstöðvarinnar er óháð og tekur mið af þörfum hreyfihamlaðs fólks hverju sinni.
  • Upplýsingagjöfin er aðgengileg og þörfum hreyfihamlaðra er mætt á skilvirkan hátt.
  • Upplýsingagjöf/fræðsla miðstöðvarinnar er gerð eins sýnileg í samfélaginu og kostur er.

Einkunnarorð

Þín leið til sjálfstæðs lífs

Starfsmannastefna

Stefnt er að því að ávalt sé um það bil helmingur starfsfólks Þekkingarmiðstöðvarinnar hreyfihamlað og að starfsfólk hafi góða innsýn í málefni hreyfihamlaðs fólks. Fjölbreytt menntun og reynsla starfsfólksins er Þekkingarmiðstöðinni til framdráttar. Karlar og konur hafa jöfn starfstækifæri hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar.

Um Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar tók til starfa 8. júní 2012 og er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og Sjálfsbjargarheimilisins, með stuðningi Velferðarráðuneytisins. Starfsemi Þekkingarmiðstöðvarinnar tekur mið af Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og byggir á hugmyndafræði um hið félagslega sjónarhorn á fötlun:

  • norræna tengslalíkanið -  samspil fatlaðs fólks við umhverfi þess
  • sjálfstætt líf – að hafa sama sömu tækifæri og aðrir
  • valdeflingu að hafa vald til að taka ákvarðanir um eigið líf 

Hjartað í starfsemi Þekkingarmiðstöðvarinnar er upplýsingaveitan (vefsíðan) og er það okkar keppikefli að halda upplýsingunum þar við og bæta jöfnum höndum inn nýjum upplýsingum. Við búum því yfir góðri yfirsýn yfir réttindi, þjónustu og aðstoð sem auðveldar hreyfi­hömluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fræðsla er mikilvægur hluti af starfi miðstöðvarinnar, og er hún í formi jafningjafræðslu, námskeiða og fyrirlestra í samvinnu við Sjálfbjörg lsh. Þá þjónustum við Hjálpartækjaleigu SJálfsbjargar, en með því erum við nær okkar viðskiptasmannahópi og fáum upplýsingar frá þeim hvað er að gerast á hjálpartækjasviðinu hverju sinni. Til Þekkingarmiðstöðvarinnar leitar mest hreyfihamlað fólk, aðstandendur, fagfólk, þjónustuaðilar, fjölmiðlar, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

Hlutleysi er ein undirstaðan í starfi Þekkingarmiðstöðvarinnar til að varðveita trúverðugleika gagnvart þeim sem til hennar leita og einnig þeim sem upplýsingar eru sóttar til. Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar sem slík stendur því ekki í hagsmuna- eða réttindabaráttu fyrir viðskiptavini eða hagsmunasamtök. 

Opnunartími Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar er alla virka daga milli kl. 10:00 til 14:00. Lokað milli 12:00-12:30.

Hægt er að hafa samband við ráðgjafa í gegnum síma 5500-118 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]. Þá má einnig senda skilaboð í gegnum facebooksíðu miðstöðvarinnar eða með því koma við hjá okkur í Hátún 12, 105 Reykjavík - 3ja hæð.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér