Daglegt líf
Hér söfnum við saman ýmsum hagnýtum upplýsingum sem varða daglegt líf hreyfihamlaðra (fatlaðra) bæði innan veggja heimilisins og utan.
Ekki er vitað um saumastofur hérlendis sem hafa sérhæft í að sauma eða breyta fatnaði fyrir fatlað fólk og eru allar upplýsingar þar um vel þegnar.
Aftur eru slíkar saumastofur víða erlendis og finna má þær á internetinu. Hér eru nokkrar tilteknar sem selja föt sérsniðinn að ólíkum þörfum fólks með mismunandi fatlanir. Því miður vitum við ekki til þess að söluaðilar á Íslandi selji slíkan fatnað en margar saumastofur bjóða upp á að breyta fatnaði og sauma sérsniðin föt frá grunni.
Hér að neðan eru nokkrar erlendar netverslanir sem selja sérhæfðan fatnað.
Clothing solutions for disabled people
Hér eru hugmyndir að útfærslu á garðinum þannig að hann henti hreyfihömluðu fólki. Ábendingar um fleiri atriði sem hjálpa fötluðu fólki við að hugsa um garðinn sinn eru vel þegnar.
Nokkrar verslanir bjóða upp á innkaupakerrur sem hægt er að festa við hjólastóla. Þær verslanir sem við höfum fengið upplýsingar frá eru:
Krónan (Akranesi, Bíldshöfða, Granda, Lindum, Mosfellsbæ, Selfossi)
Nettó, Mjódd
Fyrir fólk með takmarkað grip eða styrk í höndum getur verið gott að notast við hjólagrifflur eða griphanska. Þá er hægt er að fá hjá Stoð. Hjólagrifflur fást í flestum íþróttavörubúðum.
Til eru margar gerðir skynjara sem geta aðstoðað fólk við að tryggja öryggi sitt. Dæmi um slíka skynjara má nefna: hurðanema, fallhnappa, reykskynjara og vatnsskynjara. Hægt er að skoða skynjara að ýmsu tagi hjá eftirfarandi fyrirtækjum:
Hjúki ehf er fyrirtæki sem og sérhæfir sig íbaðherbergislausnum fyrir aldraða og hreyfihamlaða. Hjúki var stofnað árið 2018 og var þá fyrst og fremst með sölu, uppsetningu og þjónustu á skolsetum og fleiri lausnum sem nýst geta hreyfihömluðum.
Frá stofnun fyrirtækisins hafa einnig bæst við aðrar góðar lausnir sem geta nýst hreyfihömluðum vel. Það eru til dæmis aðlagaðir baðherbergisskápar, hækkanleg salerni og vegghengdir klósettbustar.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér