Óskað er eftir áhugasömum og öflugum einstaklingum í málefnahópa ÖBÍ, sem eru sex talsins. Málefnafulltrúar munu starfa í málefnahópum til 2027.
Málefnahópar ÖBÍ eru eftirfarandi:
Mikilvægt er að Sjálfsbjörg lsh. eigi fulltrúa í málefnahópum ÖBÍ, til að endurspegla áherslur Sjálfsbjargar inn í málefni sem varða hreyfihamalð fólk. Óskað er eftir áhugasömu fólki sem tilbúið er að miðla sinni notendareynslu og sjónarmiðum, sem er mjög mikilvægt í málefnastarfi.
Eins og er vantar í Heilbrigðishópinn og Barnahópinn en einnig væri fengur að því að fá fulltrúa Sjálfsbjargar í Aðgengishópinn.
Athugið að stjórn ÖBÍ mun velja úr tilnefningum.
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra mun skila inn tilnefningum til ÖBÍ eigi síðar en 19. október nk. sem er mánudagur.
Áhugasöm eru beðin að hafa samband við aðildarfélag sitt og/eða undirritaða á netfangið [email protected]
Sjálfsbjörg lsh. Mun kalla saman til fundar fulltrúa sem sitja í málefnahópum fyrir hönd Sjálfsbjargar á næstu vikum. Á fundinum verður farið yfir stefnu Sjálfsbjargar lsh. Fulltrúar miðla hvaða málefni eru í gangi og umræður verða um málefnin.