Gott og einfalt – nýr matarvefur sem gerir hollt mataræði einfalt

Nú er komin í loftið vefurinn Gott og einfalt sem er nýr matarvefur sem gerir hollt mataræði aðgengilegt, einfalt og skemmtilegt fyrir alla – bæði reynda og óreynda í eldhúsinu. Vefurinn á að vera aðgengilegum flestum. Vefurinn er samstarf SÍBS og Krabbameinsfélags Íslands, unnið í samvinnu við embætti landlæknis. Verkefnið er rekið án hagnaðarsjónarmiða í þágu almennings.

Á vefnum er að finna:

  • Einfaldar uppskriftir sem taka mið af opinberum ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði
  • Fjölbreytta leitarmöguleika, þar sem m.a. má útiloka algenga ofnæmisvalda
  • Vikumatseðla sem hjálpa til við skipulagið
  • Innkaupalista sem uppfærist sjálfkrafa eftir fjölda skammta og er tilbúinn til að deila
  • Skýrar eldunarleiðbeiningar sem henta jafnvel óreyndum í eldhúsinu
  • Fræðslu og ráð um hollustu, sparnað, matarsóun og margt fleira.

Fleiri fréttir