Fræðsluröð ÖBÍ: Tækifæri í atvinnuleit

Þann 22.október næstkomandi mun ÖBÍ standa fyrir námskeiðinu Tækifæri í atvinnuleit í Mannréttindahúsinu.

Þar verður fjallað um yfir þjónustu og stuðning sem Vinnumálastofnun býður upp á, virknistyrk og nýja endurgreiðslusamninga til atvinnurekenda. Þá verður fjallað um um ráðningarferlið, væntingar til ráðninga og til okkar sjálfra, ferilskrá, kynningarbréf og ráðningarviðtöl. Markmiðið er að þátttakendur fái góða hugmynd um hvernig gott er að bera sig að í atvinnuleitinni, allt frá umsókn til ráðningar.

Námskeiðið er frítt og upplýsingar um skráningu má sjá á meðfylgjandi Facebook-síðu viðburðarins.

Við hvetjum öll áhugasöm til að taka þátt.

Fleiri fréttir