Fjólublátt ljós við barinn, aðgengisviðurkenning UngÖBÍ, verður afhent þann 16. október á Einstök bar, Laugavegi 10, við hátíðlega athöfn.
Fjólubláa ljósið er veitt þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem viðurkenningin er veitt en síðast féll hún í skaut Bíó Paradísar.
Húsið opnar kl. 17:00 og við hvetjum öll áhugasöm til að mæta. Nánari upplýsingar má fá hér.