Ekki vesen – Herferð Sjálfsbjargar: Þörf á betra aðgengi fyrir hreyfihömluð börn

Sjálfsbjörg stendur nú fyrir herferðinni ,,Ekki vesen". Markmið hennar er að vekja athygli á mikilvægi góðs aðgengis hreyfihamlaðra barna í skólum, íþróttamannvirkjum eða í tómstundum. Börn með hreyfihömlun eiga oft í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar í umhverfi sem öllum er ætlað svo sem skólum, íþróttamannvirkjum, sundlaugum, frístunda- og tómstundahúsnæði, sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, félagslíf og námsframvindu.

Við hvetjum alla til að taka þátt í herferðinni og skora á stjórnvöld að setja aðgengi fyrir hreyfihömluð börn í sérstakan forgang við hönnun nýrra bygginga, svo sem skóla, sundlauga, íþróttamannvirkja, frístundamiðstöðva og bókasafna. Undirritaðu yfirlýsinguna okkar hér og gerðu þitt til að tryggja að börn með hreyfihömlun njóti jafnréttis og tækifæra til jafns við önnur börn til að taka þátt í samfélaginu.

Fleiri fréttir