Ég vil líka lifa lífinu!

Margrét Lilja er 25 ára baráttukona fyrir bættu aðgengi og hag öryrkja og hreyfihamlaðra einstaklinga. Eftir að Margrét Lilja lauk námi í menntaskóla fór hún sem au pair til Englands. Hún fór að sofa eitt hefðbundið kvöld, þá 21 árs, og vaknaði morguninn eftir án þess að geta hreyft sig. Í kjölfarið, eða árið 2017, greindist hún með Ehlers-Danlos, sem er heilkenni sem leiðir til hreyfihömlunar. Hún flutti heim til Íslands, þá búin að búa erlendis í 7 ár. Breyttum aðstæðum fylgdu miklar breytingar og við lífið bættist sú vinna að vera sífellt að láta aðra vita af hreyfihömluninni, til þess að gulltryggja það að hún komist leiðar sinnar.