Stjórn Sjálfsbjargar

Stjórn Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra er kosin af fulltrúum aðildarfélaganna á árlegum landsfundum samtakanna.

 

Bergur Þorri Benjamínsson

Formaður

Bergur Þorri var kosinn formaður Sjálfsbjargar á Landsfund 2016 sem haldinn var í Reykjavík þann 1. október 2016. Hann er jafnframt starfandi formaður á skrifstofu samtakanna. Hann er félagi í Sjálfsbjörg á Akureyri og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu.

Jón Heiðar Jónsson.

Varaformaður

Jón Heiðar var kosin varaformaður Sjálfsbjargar á Landsfundi 2018. Hann var áður formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins. Hann hefur setið í Málefnahópi ÖBÍ um aðgengi. Hann er félagi í Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni.

Ásta Dís Guðjónsdóttir

Gjaldkeri

Ásta Dís var kosin gjaldkeri á Landsfundi 2020. Hún er fv. formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Margrét S. Jónsdóttir

Ritari

Margrét býr í Grindavík og er varaformaður Sjálfsbjargar á Suðurnesjum. Hún var kosin á Landsfundi 2016.

Guðni Sigmundsson

Meðstjórnand

Guðni var kosinn á Landsfundi 2016. Hann er formaður Sjálfsbjargar á Mið-Austurlandi.

Ólafía Ósk Runólfsdóttir

Meðstjórnandi

Ólafía Ósk var kosin á landsfundi 2017. Hún er vararitari og fv. formaður Sjálfsbjargar í Bolungarvík.

Meðstjórnandi

Margrét var kosin á landsfundi 2020. Hún situr einnig í varastjórn Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Jón Eiríksson

Varamaður

Jón var kosin á Landsfundi 2017. Hann sat m.a. í stjórn Sjálfsbjargarheimilisins. Hann er félagi í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu.

Guðmundur Ingi Kristinsson

Varamaður

Guðmundur var kosinn á Landsfundi 2016. Hann hefur m.a.setið í kjarahópi ÖBÍ og sinnir hagsmunagæslu fatlaðra sem alþingismaður. Hann er félagi í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu.

Starfsmenn

Á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra starfa að jafnaði 3 starfsmenn samtakanna ásamt 7  starfsmönnum Sjálfsbjargarheimilisins. Skrifstofan er opin frá kl. 09:00-12:00 og 12:30-15:00 virka daga og er staðsett á 3. hæð í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12.

Ósk Sigurðardóttir

Framkvæmdastjóri

Ósk hóf störf sem framkvæmdastjóri samtakanna 1.11. 2020. Hún hefur lokið Postgraduate gráðu í nýsköpun og stefnumótun frá Oxford Háskóla. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri, vinnur að stefnumótun og þróun framtíðarmarkmiða í samstarfi við formann og stjórn.

Berglind J. Richardsdóttir

Fjármálafulltrúi

Berglind hóf störf sem bókari og fjármálafulltrúi hjá landssambandinu í ársbyrjun 2020. Hún annast hún færslu bókhalds, afstemmingar og samskipti við endurskoðanda. Þá hefur umsjón með frágangi leigumála og innheimtu leigu, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í tenglum m.a. við fjáraflanir.

Bergur Þorri Benjamínsson

Formaður

Bergur er eins og áður segir starfandi formaður á skrifstofu samtakanna.  Bergur er málssvari Sjálfsbjargar út á við og annast samskipti við formenn aðilarfélaga, fjölmiðla, opinbera aðila og tengd samtök hér á landi og erlendis. Hann vinnur að málefna- og baráttumálum Sjálfsbjargar.