Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1980-1989

1981 Alþjóðaár fatlaðra haldið hátíðlegt á Íslandi með ýmsum hætti.

Sundlaugin í Sjálfsbjargarhúsinu tekin í notkun. Var það síðasti stóri áfanginn í Sjálfsbjargarhúsinu.

Sjálfsbjargarfélag stofnað í Austur – Húnavatnssýslu árið 1981 og árið 1984 á Höfn í Hornafirði. Þá eru félögin innan landssambandsins orðin 15 að tölu.

Theodór A. Jónsson lætur af störfum sem formaður landssambandsins árið 1988 eftir 28 ára farsælt starf. Við formennsku tekur Jóhann Pétur Sveinsson.

1989 – Sjálfsbjargarfélagarnir Jóhann Pétur Sveinsson í Reykjavík og Valdimar Pétursson á Akureyri fara í baráttu- og áheitaferð á hjólastólum frá Akureyri til Reykjavíkur ásamt tveimur félögum sínum.

Mynd: Lagt upp frá Akureyri í baráttu- og áheitaferð fjögurra Sjálfsbjargarfélaga árið 1989. Þáverandi formaður leggur, Jóhann Pétur Sveinsson hefur ferðina.

 

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1958-1969 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1970-1979 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1990-1999 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 2000-2009 er hægt að sjá hér