Siglt umhverfis landið til að safna áheitum

Ýmsar aðgerðir til stuðnings starfsemi Sjálfsbjargar hafa vakið athygli í gegnum tíðina og fengið nokkra fjölmiðlaumfjöllun.

Ein þeirra er framtak Kjartans Jakobs Haukssonar, sem í tvígang, árið 2003 og 2005 lagði upp í siglingu á árabáti umhverfis Ísland til þess að safna áheitum til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar, sem stofnaður var árið 1997. 

akkjartan

Mynd: Kjartan rær inn í Sandgerðishöfn sumarið 2005.

 

Kjartan reri undir slagorðinu ,,Frelsi”. Fyrri ferðinni lauk með brotlendingu nálægt Bolungarvík í september, en Kjartan lagði upp síðsumars, 21. ágúst, 2003. Síðari ferðin var farin sumarið 2005 og í það skiptið tókst Kjartani að ná í áfangastað eftir sumarlanga siglingu, en hún stóð frá 4. júní til 3. september. Alls söfnuðust rúmar átta milljónir króna í Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar og má segja að þetta átak hafi í raun komið sjóðnum aftur í gang og hefur verið úthlutað úr honum nær sleitulaust síðan.