Merki Sjálfsbjargar

Meiri umfjöllun er um merki Sjálfsbjargar hér.

Nýtt merki 2019.

Á Landsfundi Sjálfsbjargar 2019 var kosið milli þriggja tillagna að nýju merki eftir að samkeppni hafði farið fram milli nemenda á hönnunarsviði Listaháskóla Íslands. Merkið var formlega tekið í notkun í 60 ára afmælishófi samtakanna 1.6. 2019. Merkið verður kynnt hér frekar á næstu dögum. Hönnuður nýja merkisins heitir Alexandra Ýr Bridde.

 

Fyrsta merki Sjálfsbjargar eftir Ríkarð Jónsson útskurðarmeistara og myndhöggvara.

Merkið teiknaði Ríkarður 1958 og Sjálfsbjörg. Í upprunalegri útgáfu merkisins var áletrunin með höfðaletri, en það merki sem jafnan var notað er sú útgáfa sem er með latneskri leturgerð sem þorri fólks á léttara með að lesa.

 

Þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, var fimm ára 1964 gáfu aðildarfélögin landssambandinu útskorinn fundarhamar úr fílabeini með merkinu á, og skafti úr hreindýrshorni. Hvatningarorð listamannsins til Sjálfsbjargarfélaga voru skorin út á skaftið:

,,Alltaf beita upp í vindinn, eygja, klífa hæsta tindinn.”

skfundahamar