Sjálfsbjörg á Höfn í Hornafirði/ í Austur-Skaftafellssýslu

Sjálfsbjargarfélag var stofnað á Höfn í Hornafirði árið 1984. Þar með voru félögin innan landssambandsins orðin 15 að tölu.

Snemma á tíunda áratugnum kemur fram að félagið hafi breytt nafni sínu í Sjálfsbjörg í Austur – Skaftafellssýslu, en þá afhenti félagið heilsugæslustöðinni á Höfn lasertæki til að eyða bólgum í liðum, vöðvum og sinum, hjálpa til að græða beinbrot, sár og fleira. Sjálfsbjargarfélagar höfðu safnað gleri og dósum til fjáröflunar í þessu skyni.