Ný-ung

Ný-ung er ungliðahreyfing Sjálfsbjargar lsh.

Hreyfingin er opin bæði hreyfihömluðum og ófötluðum á aldrinum 18 – 30 ára sem hafa áhuga á málefnum ungs hreyfihamlaðs fólks.

Markmið hreyfingarinnar er að vekja athygli á því að í þjóðfélaginu er hópur ungs hreyfihamlaðs fólks. Ný-ung beinir sjónum sínum að hverju því sem snertir þennan hóp, bæði jákvæðu og neikvæðu. Þau verkefni sem hreyfingin tekur sér fyrir hendur eiga iðulega upphaf sitt í einhverju sem snertir meðlimahópinn persónulega. Verkefnin taka síðan á sig stærri mynd og afrakstur þeirra nýtist mun fleirum en þeim hópi sem virkur er í Ný-ung. Jákvæðni, bjartsýni og húmor eru sterkustu vopnin sem Ný-ung á og eru þau óspart notuð í hinum ýmsu verkefnum.

Ný-ung er til dæmis móðurfélag Götuhernaðarins sem stóð fyrir ýmiss konar uppákomum á undanförnum árum,  Öryrkjans ósigrandi og fjölda annarra verkefna.