Myndir úr félagsstarfinu

Á landsþingi Sjálfsbjargar árið 1963. Ólöf Ríkarðsdóttir og Ási í Bæ í söngglöðum hópi, en ávallt var mikið af söng og kveðsskap á landsþingum Sjálfsbjargar.

Á landsþingi Sjálfsbjargar árið 1963. Ólöf Ríkarðsdóttir og Ási í Bæ í söngglöðum hópi, en ávallt var mikið af söng og kveðsskap á landsþingum Sjálfsbjargar.

 

Í lautartúr á Siglufirði árið 1961, en það sumar var landsþingið haldið þar. Bragi Gunnarsson og Helgi Eggertsson í góðum hópi félaga.

Í lautartúr á Siglufirði árið 1961, en það sumar var landsþingið haldið þar. Bragi Gunnarsson og Helgi Eggertsson í góðum hópi félaga.

 

Tágavinna á föndurnámskeiði vorið 1961. Námskeiðið var haldið árið 1961 á Bræðraborgarstíg 9, þar sem Sjálfsbjörg var þá til húsa. Vilborg Tryggvadóttir sá um námskeiðið með fulltingi Jóns Pálssonar, sem kenndi föndur í útvarpi. Á myndinni má meðal annarra sjá Ingibjörgu Magnúsdóttur fyrir miðju.

 

Mynd: Ýmsir ráðamenn þjóðarinnar hafa verið settir í hjólastóla til að auka skilning þeirra. Hér er Halldór Ásgrímsson að spreyta sig.

Í baráttunni fyrir útbótum í ferlimálum hefur oft verið slegið á létta strengin þótt alvaran hafi verið skammt undan. Sumir ráðamenn hafa fyrst áttað sig á því hversu erfitt er að komast ferða sinna í hjólastól með því að vera settir sjálfir í hjólastól og glíma við þrautir. Hér er það Halldór Ásgrímsson fv. ráðherra sem spreytir sig árið 1984.

(Textahöfundur: Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2009)