Merki Sjálfsbjargar.

Merki Sjálfsbjargar landssambands sem eru hér á síðunni og unnt er að sækja má nota í allri almennri útgáfu, dagblöðum, tímaritum, skólaritgerðum o.s.frv.

Við óskum þó eftir því að alls velsæmis sé gætt og að efni af þessari síðu sé ekki notað í auglýsingar án okkar samþykkis.

Ágrip af sögu merkis Sjálfsbjargar á söguvef landssambandsins.

Nýtt merki Sjálfsbjargar lsh 2019

Nýtt merki Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra var samþykkt af landsfundarfulltrúum á Landsfundi samtakanna 4.5. 2019 og síðan formlega tekið í notkun í 60 ára afmælishófi samtakanna 1.6. 2019. Hér að neðan má sjá nýja merkið í nokkrum útfærslum.

   

Leiðbeiningar um notkun merkisins. Hér má sjá litasamsetningu merkisins og hvernig það er notað. Ef miðað er við litakerfi pantone þá er liturinn sem kemst næstur lit merkisins í því kerfi: 3145 C

Tilurð nýja merkisins. Í þessu skjali er rakið hvernig unnið var að samkeppni um nýtt merki samtakanna og hvernig hönnuðurinn hugsaði merkið.

 

Eldra merki Sjálfsbjargar

Eldra merki Sjálfsbjargar (fyrsta merkið) var hannað af Ríkarði Jónssyni myndhhöggvara, en hann gaf samtökunum merkið 1958.

sjblogo_med_ ramma

Merki Sjálfsbjargar, með ramma

sjblogo_an_ramma

Merki Sjálfsbjargar, án ramma