Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra (áður landssamband fatlaðra) er myndað af 12 Sjálfsbjargarfélögum um land allt. Í 2. grein laga þeirra segir að hlutverk Sjálfsbjargar sé m.a.; „að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra félagsmanna sinna og eftir atvikum annarra fatlaðra á öllum sviðum þjóðlífsins, þá sérstaklega með því að tryggja aðgengi að umhverfi, menntun, atvinnu og upplýsingum.“