Viðtal: Jón Gunnar

Jón Gunnar Benjamínsson er fæddur og uppalinn í Eyjafirði og er mikið náttúrubarn að eðlisfari. Hann lærði matreiðslu og starfaði í því fagi bæði hérlendis og í Danmörku, þar sem hann bjó til 25 ára aldurs. Íslensk náttúra og útivist kölluðu þó sífellt meira á hann og ákvað hann því að söðla um, flytja aftur heim, skipta um starfsvettvang og gerast leiðsögumaður. Jón Gunnar blómstraði strax í ferðageiranum og eignaðist hlut í ferðaskrifstofu árið 2005.

Viðtal við Jón Gunnar Benjamínsson

Tveimur árum seinna tók lífið hins vegar aðra stefnu. Árið 2007, þegar hann var 32 ára gamall, lenti hann í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri og lamaðist fyrir neðan mitti. Slysið var mjög alvarlegt svo honum var á tímabili vart hugað líf. Hann þurfti að dvelja í heilan mánuð á gjörgæslu og við tók við heilt ár af endurhæfingu.

Eftir þessa lífsreynslu ákvað Jón Gunnar að flytja aftur heim í Eyjafjörð til að safna kröftum. Það tók hann langan tíma að komast aftur af stað eftir alla þessa áverka, bæði á sál og líkama. Ári seinna fór þó að rofa til og hægt og rólega jókst færni hans og þrek.

Lesa meira...