Sjálfsbjörg lsf. fær styrk frá Póstdreifingu ehf.

Fyrir jólin fékk Sjálfsbjörg lsf. eftirfarandi ánægjulega tilkynningu frá Póstdreifingu:

“Í ár gerðum við þá breytingu hér hjá okkur að allt andvirði jólagjafa sem við höfum gefið viðskiptamönnum verður látið renna til tveggja félagasamtaka. Í ár eru það Sjálfsbjörg og Samhjálp sem fá þessa gjöf frá okkur. Um er að ræða 100.000 kr sem hvert félag mun fá frá okkur í gjöf.”

Kunnum við Póstdreifingu bestu þakkir fyrir þessa jólagjöf.

Á myndinni er Grétar Pétur Geirsson formaður Sjálfsbjargar lsf. (til vinstri) að taka við styrknum úr hendi Arnars Árnasonar, sölustjóra Póstdreifingar.