Menntamál ,,Mennt er máttur”

Menntun er lykilinn að starfi og lífshamingju einstaklingsins. Stefna Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í menntamálum fatlaðra er í hnotskurn þessi:

  • Strax og fötlunar verður vart hjá einstaklingi skal hefja greiningu, þjálfun og kennslu.
  • Foreldrar fatlaðra barna skulu eiga kost á ráðgjöf.
  • Allir skulu eiga kost á skólagöngu.
  • Allar skólastofnanir skulu vera aðgengilegar fötluðum.
  • Fatlaðir skulu eiga kost á námsefni/námsaðstoð og kennslu við hæfi
  • Sérskólar skulu vera í tengslum við aðra skóla
  • Möguleikar fatlaðra til menntunar/endurmenntunar séu tryggðir
  • Fötluðum sé tryggð náms- og starfsráðgjöf.