Heilbrigðismál ,,Hægist mein þá um er rætt”
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, vill stuðla að því að heilsufarslegt jafnrétti ríki í reynd hérlendis. Helstu stefnumið Sjálfsbjargar eru því þessi:
- Að vinna að því að fötluðum verði, óháð búsetu, veitt öll sú læknishjálp og þjálfun sem möguleg og nauðsynleg er.
- Að heilsuvernd fatlaðra verði aukin, og samhliða því sem forvarnarstarf í heilbrigðismálum verði eflt.
- Allir skulu eiga kost á endurhæfingu svo lengi sem þeir þurfa.
- Að stuðla að auknum vísindalegum rannsóknum.
- Að heimahjúkrun og önnur stoðþjónusta sé til staðar og fullnægjandi í öllum sveitarfélögum landsins. Heimahjúkrun, liðveisla og önnur notendastýrð stoðþjónusta verði það öflug að fólk með fötlun geti búið í heimahúsum svo lengi sem kostur er.