Atvinnumál ,,Vinnan göfgar manninn”

Samkvæmt mannréttindasamþykkt Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur skrifað undir, skal öllum þjóðfélagsþegnum tryggð atvinna við sitt hæfi.

Fatlaðir vilja leggja sitt af mörkum til eflingar þjóðarbúsins og greiða til þess skatta og skyldur eins og aðrir þjóðfélagsþegnar.
Vinnan göfgar mannin, því aðeins að einstaklingurinn stundi þá atvinnu, er þroski hans og áhugi stendur til.
Fatlaðir hafa ekki sömu tækifæri á vinnumarkaðnum og þeir sem ófatlaðir teljast. Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, leggur áherslu á, að starfskraftar fatlaðra nýtist þjóðfélaginu sem best. Stefna samtakanna í atvinnumálum er þessi:

Fatlaðir eigi kost á þeim störfum á almennum vinnumarkaði sem henta þeim.
Fatlaðir eigi, ef þörf krefur, kost á sérstökum stuðningsmanni, þegar þeir hefja störf á almennum vinnumarkaði.
Fatlaðir, sem ekki eiga kost á vinnu á almennum vinnumarkaði, geti fengið vinnu á vernduðum vinnustöðum og/eða í verndaðri vinnuaðstöðu á almennum vinnustöðum.
Á vernduðum vinnustöðum fari jafnframt fram starfsþjálfun fatlaðra, sem auki möguleika þeirra til að komast út á almennan vinnumarkað.
Atvinnuleit og atvinnumiðlun fyrir fatlaða verði stóraukin og henni komið á fót þar sem hún er ekki til staðar.
Atvinnumál fatlaðra verði kynnt atvinnurekendum sem mest og best, svo þeir séu meðvitaðir um stöðu fatlaðra í atvinnulífinu.