Fundargerð Landsfundar 2020.
Landsfundur 2020 verður haldinn rafrænn 26. september 2020.
Dagskrá skv. 11. gr. laga og tillögu stjórnar vegna samkomutakmarkanna í ljósi Covid-19.
- Setning landsfundar kl. 09:30 (kaffi frá kl. 9:00-9:30).
- Skipan fundarstjóra og fundarritara.
- Kjörbréf kynnt.
- Dagskrá lögð fram til samþykktar.
- Inntaka nýrra aðildarfélaga – fundarlið frestað til Landsfundar 2021.
- Inntaka nýrra félagsmanna með einstaklingsaðild (lagður fram nafnalisti) – fundarlið frestað til Landsfundar 2021.
- Skýrslur og ársreikningar
- Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd – gögn lögð fram og fjallað um stuttlega.
- Endurskoðaður ársreikningur Sjálfsbjargar fyrir síðasta ár kynntur, ræddur og afgreiddur.(hlekkur á skýrslu liður a og b)
- Skýrslur aðildarfélaga – fundarlið frestað til Landsfundar 2021.
- Skýrsla og ársreikningur hjúkrun og endurhæfingu Sjálfsbjargar fyrir síðasta ár kynnt – gögn lögð fram fyrir en fundarlið frestað til Landsfundar 2021.(hlekkur á skýrslu)
- Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár og næsta ár kynnt, rædd og afgreidd.
- Ákvörðun um árgjald.
- Ályktanir, stefnumál og baráttumál kynnt, rædd og afgreidd.
- Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.(Lagabreytingartillögur og greinargerð)
- Tillaga um nafnabreytingu Sjálfsbjargarheimilisins (hlekkur á skjal).
- Kosningar. Framboðslisti 2020(hlekkur á skjal)
- Önnur mál.
- Staða lóðaruppbyggingar – málaferli.
- Slit landsfundar. Áætluð kl. 14:00.
Eftir að fundi var slitið kom Þorkell Sigurlaugsson með eftirfarandi: Vill að lokum óska eftir að fundarstjóri láti bóka í fundargerð aðalfundar þakklæti til Þorsteins Fr. Sigurðssonar fyrir hans störf fyrir félagið og óska honum áframhaldandi góðs bata. Ég vil einnig að það sé bókað í fundargerð þakklæti til Þórdísar Rúnar Þórisdóttur fyrir hennar störf á árinu og umsjón með ársskýrslum félagana sem voru vandaðar að allri gerð.
Betra aðgengi – öllum í hag !