Mynd tekin í Félagsheimili Bolungarvíkur af fyrsta landsfundi Sjálfsbjargar

Ítrekun. Landsfundi er frestað til hausts.

Með tölvupósti þann 23. mars sl. til allra formanna, var landsfundi Sjálfsbjargar frestað til 26. september.

Kæru formenn.

 

Vegna hins skæða Vírus sem veldur Covid-19 hefur stjórn Sjálfsbjargar tekið þá ákvörðun að fresta landsfundi til 26. september.

 

Var þessi tímasetning valinn með það fyrir augum að gefa aðildarfélögum nægan tíma til að halda sína aðalfundi/fundi til að tilnefna á landsfund. Sjálfsbjörg á Höfuðborgarsvæðinu hefur nú þegar valið á landsfund og helst sú tilnefning, það félag sem og öll önnur félög á hins vegar eftir eiga hins vegar eftir að skila sínum aðalfundargögnum enda engir sínir fundir verið haldnir.

Minnt er á þá tímalínu sem er í gildi fyrir landsfund eins og segir í 15. grein laga Sjálfsbjargar.

(15. grein Landsfundur – tillögur-Álit, ályktanir og tillögur til lagabreytinga, er stjórn ætlar að leggja fyrir landsfund Sjálfsbjargar, skal birta á vefsíðu Sjálfsbjargar eigi síðar en 4 vikum fyrir landsfund. Mál þau og tillögur, er aðildarfélögin óska að verði tekin fyrir á landsfundi, skal senda stjórn eigi síðar en 4 vikum fyrir landsfund og skulu þær þá birtar á vefsíðu Sjálfsbjargar. Tillögur er varða fjárhags- og skipulagsbreytingar, skal þó senda stjórn 8 vikum fyrir landsfund. Stjórn skal kynna tillögur um fjárhags- og skipulagsbreytingar sem leggja á fyrir landsfund ásamt umsögn sinni 4 vikum fyrir landsfund á vefsíðu Sjálfsbjargar. )

Allir frestir sem taka gildi eftir 23 mars færist með nýrri tímasetningu.

Ákvörðun um frestun landsfundar er byggð á þeirri stöðu sem er í þjóðfélaginu í dag með tilliti til Covid-19 vírusins. Við munum skoða þessa dagsetningu þegar nær dregur með tilliti til stöðunnar sem verður undir lok sumars.