Reglur um hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar lsf.

I. KAFLI
Markmið og skilgreining
1. gr.
Markmið Hjálparliðsins er að gera hreyfihömluðum kleift að ferðast innanlands og utan á jafnréttisgrundvelli. Þessu markmiði hyggst stjórn Hjálparliðsins ná með því að:
1. Útvega hreyfihömluðum hæfa hjálparliða.
2. Hafa hjálparliða á skrá.
3. Halda réttindanámskeið fyrir hjálparliða.
4. Greiða kostnað vegna hjálparliða á ferðalögum samkvæmt heimiluðum úthlutunum.
5. Starfrækja sjóð sem úthluta skal úr vegna kostnaðar samkvæmt 4. tölulið og standa skal undir starfi Hjálparliðsins.

 1. gr.
  Aðstoðar Hjálparliðsins getur sá notið sem er félagi í einhverju af aðildarfélögum Sjálfsbjargar lsf og vegna hreyfihömlunar þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs á ferðalögum. Aðstoð Hjálparliðs Sjálfsbjargar lsf getur falist í annars vegar útvegun hjálparliða og hins vegar greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga hjálparliðans eða hvoru tveggja.
  II. KAFLI
  Stjórn og skipulag
 2. gr.
  Hjálparliðið er eign Sjálfsbjargar lsf.
  Hjálparliðið er starfrækt af stjórn þriggja manna auk tveggja varamanna sem kjörnir eru til tveggja ára í senn.
  Fulltrúar skulu kjörnir á þingi Sjálfsbjargar lsf.
  Formaður stjórnar skal kjörinn sérstaklega á þingi Sjálfsbjargar. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.

 3. gr.
  Hlutverk stjórnar Hjálparliðsins er að annast almenna starfrækslu þess sem fellst m.a. í eftirfarandi:

 4. Hafa umsjón með sjóði Hjálparliðsins, annast allt reikningshald og rekstur sjóðsins.
 5. Standa fyrir námskeiðum fyrir hjálparliða í samvinnu við Rauða kross Íslands.
 6. Hafa á skrá tiltækar grunnupplýsingar um viðurkennda hjálparliða.
 7. Taka ákvarðanir um útvegun hjálparliða og úthlutanir úr sjóði Hjálparliðsins til greiðslu ferðakostnaðar vegna hjálparliða.
  Stjórnin heldur fundargerðarbók og færir í hana allar ákvarðanir um úthlutanir, námskeiðahald og annað er varðar rekstur.
  Reikningar Hjálparliðsins skulu færðir í samræmi við góða reikningsskilavenju og þeir skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda Sjálfsbjargar lsf. Reikningsárið er almanaksárið.

Sjóður
5. gr.
Stofnfé sjóðs Hjálparliðsins er framlag Rauða kross Íslands að upphæð kr. 5.000.000,- (fimm milljónir). Tekjur sjóðsins eru frjáls framlög og önnur framlög svo og vaxtatekjur. Sjóðurinn er eign Sjálfsbjargar, lsf.

 1. gr.
  Sjóður Hjálparliðsins skal ávaxtaður á öruggan hátt á bestu vaxtakjörum hverju sinni.

 2. gr.
  Verði Hjálparliðið lagt niður skulu eignir þess renna til Sjálfsbjargar lsf.
  III. KAFLI
  Hjálparliðar

 3. gr.
  Hjálparliðar eru sjálfboðaliðar. Eftirfarandi kröfur eru gerðar til hjálparliða hjá Hjálparliðinu:
 4. Þeir séu orðnir tvítugir, hafi skilað inn læknisvottorði og framvísað sakavottorði.
 5. Þeir hafa lokið réttindanámskeiði fyrir hjálparliða. Þeir sem hafa sérmenntun á félags- eða heilbrigðissviði fá það metið.

 6. gr.
  Hjálparliði kallast sá sem fengið hefur viðurkenningu og er á skrá hjá Hjálparliðinu. Hann hefur lært um árangursrík samskipti og fengið leiðsögn hvað varðar líkamlega, persónulega og félagslega aðstoð fyrir hreyfihamlaða. Hann þarf að búa yfir þekkingu um rétta líkamsbeitingu þegar hann veitir líkamlega aðstoð. Hann þekkir ýmsar fatlanir og helstu hjálpartæki.

 7. gr.
  Hjálparliðar eru bundnir þagnarskyldu í starfi sínu. Þeim er óheimilt að ræða um hagi og aðstæður þeirra sem þeir aðstoða við óviðkomandi aðila. Þagnarskyldan helst þó þeir láti af störfum sínum sem hjálparliðar.

IV. KAFLI
Heimilaðar úthlutanir
11. gr.
Umsækjendur um hjálparliða og úthlutun úr sjóði Hjálparliðsins geta bæði verið þeir sem hyggjast ferðast einir og þeir sem ætla í hópferð.
Aðstoð Hjálparliðsins tekur bæði til ferðalaga innanlands og utan og réttur til umsóknar um aðstoð takmarkast ekki af tilgangi ferðalags.
Umsækjendur sem ekki hafa áður fengið úthlutað úr sjóðnum hafa forgang við úthlutun. Ennfremur er að jafnaði forgangur til aðstoðar í eftirfarandi tilvikum:
1. Þegar umsækjandi hefur ekki fengið aðstoð vegna ferðalags innanlands árið áður.
2. Þegar umsækjandi hefur ekki fengið aðstoð vegna ferðalags til útlanda síðastliðin tvö ár.
12. gr.
Úthlutanir úr sjóði Hjálparliðsins geta tekið til kostnaðar vegna fargjalds, gistingar og uppihalds fyrir hjálparliðann, svo fremi sem hann fæst ekki greiddur af öðrum. Ekki er úthlutað fyrir kostnaði sem opinberum aðilum á vegum ríkisins eða sveitarfélaga ber að greiða samkvæmt lögum.
Stjórnin ákvarðar upphæð úthlutunar og metur hvort um er að ræða úthlutun fyrir öllum kostnaði eða hluta kostnaðar. Kostnaðinn fær umsækjandi greiddan fyrirfram eða eftirá gegn framvísun reikninga.
Úthlutun er ætíð endurkræf ef greiðslur úr sjóðnum eru notaðar í annað en sótt var um.

V. KAFLI
Afgreiðsla umsókna
13. gr.
Sótt er um aðstoð hjálparliða og úthlutun úr sjóði Hjálparliðsins á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem fást hjá Sjálfsbjörg lsf og aðildarfélögum þess. Umsækjandi skal vera hinn hreyfihamlaði, sem aðstoðarinnar á að njóta. Í umsókn komi m.a. fram eftirfarandi upplýsingar:
1. Nafn, kennitala og lögheimili umsækjanda.
2. Upplýsingar um hreyfihömlun umsækjanda og hvaða hjálpartæki hann notar.
3. Hvenær og hversu lengi óskað er eftir hjálparliða; tímabil ferðalags.
4. Um hvers konar ferðalag er að ræða.
5. Raunverulegur eða áætlaður kostnaður vegna fargjalds, gistingar og uppihalds hjálparliða.
6. Hvers konar aðstoð hjálparliði þarf að geta veitt.
7. Ef sótt hefur verið um aðstoð áður, þá hvenær.
Umsókn skal send Hjálparliðinu hjá Sjálfsbjörg lsf að Hátúni 12, Reykjavík. Sækja skal um til Hjálparliðsins með góðum fyrirvara. Öllum umsóknum er svarað skriflega.
Í sérstökum tilvikum má óska eftir staðfestingu á hreyfihömlun umsækjanda og getu hans til fyrirhugaðs ferðalags með framvísun læknisvottorðs.

 1. gr.
  Þegar óskað er eftir hjálparliða af skrá Hjálparliðsisns velur stjórnin hjálparliða sem komið geta til greina fyrir viðkomandi umsækjanda. Hann velur síðan þann hjálparliða sem hann telur að henti sér best.
  VI. KAFLI
  Ýmislegt
 2. gr.
  Stjórn Hjálparliðsins skal móta meginstefnu og verklagsreglur vegna afgreiðslu umsókna komandi starfsár, sem er almanaksárið. Hún skal gera fjárhagsáætlun þar sem m.a. kemur fram heildarúthlutun úr sjóðnum vegna kostnaðar við hjálparliða í ferðalögum það sama starfsár.
 3. gr.

Reglur þessar voru þannig samþykktar á 29. þingi Sjálfsbjargar, lsf. Fyrri reglur um sama efni, falla úr gildi á sama tíma. Breyting á 3. gr. var samþykkt á 33. þingi Sjálfsbjargar lsf 2006.