Hjálpartækjaleiga Sjálfsbjargar.

Að vori 2017 setti Sjálfsbjörg lsh. á laggirnr hjálpartækjaleigu í kjölfar þess að tvö fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hættu útleigu hjálpartækja (Eirberg og Öryggismiðstöðin). Þrýstingur kom á Sjálfsbjörg að bjóða upp á þessa þjónustu (sem samtökin höfðu reyndar sinnt fyrir þremur áratugum). Leigan hefur farið rólega af stað og var byrjað fyrst með hjólastóla og göngugrindur, en smá saman hefur verið bætt við búnaðinn. Nú er unnt að leigja hjólastóla (aðeins handknúnir enn sem komið er), göngugrindur, rafskutlur, sjúkrarúm, yfirbyggðri kerru (t.d. fyrir rafmagnshjólastól eða rafskutlu), slyskjur, sturtustóla, ofl.

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar hefur annast samskiptin varðandi leiguna (svarað síma og tölvupósti), og leysir af ef umsjónarmaður leigunnar forfallast.

Hjálpartækjaleigan er staðsett á 1. hæð Sjálfsbjargarhússins – Hátúni 12, 105 Reykjavík – vesturinngangur (#4 – að ofanverðu eða sunnanmegin). Opið er  milli kl. 10.00 – 12.30 og 13.00 – 14.00 virka daga.

Vefsíða hjálpartækjaleigunnar er: www.hjalpartaeki.is

Sími: 5500-118

Netfang: hjalpartaeki@sjalfsbjorg.is