Hjólastólar

Við erum með tvær týpur af hjólastólum. Annar er XS Aluminum frá Drive og kemur hann í 3 stærðum. Hann er mjög þægilegur og kemur með mjúkri sessu.  Hinn stóllinn er Excel G-Evolation hjólastóllinn en hann fæst í fjórum stærðum. Báðir eru mjög meðfærilegir en við höfum leigt Excel stólinn til útlanda því að hann er ekki með neina sessu og því enn meðfærilegri.  Drive stóllinn er betri í lengri tíma.

Einnig höfum við uppá að bjóða barnahjólastóla.

Excel hjólastóll

 • Fáanlegir í fjórum breiddum -> 37cm / 40cm / 45 cm / 50 cm
 • Setdýpt: 43,5
 • Hámarksþyngd: 135kg
 • Armar uppfellanlegir
 • Tvískiptar fótahvílur hægt að taka af
 • Massiv drifhjól hægt að taka af.
 • Veltivörn til að stólinn fari ekki aftur á bak
 • Tilvalinn að taka með í flugvél

Drive hjólastóll

XS Aluminium silfurlitur

 • Fáanlegir í þremur setbreiddum -> 40 cm / 45 cm / 50 cm
 • Góður nylon bakdúkur
 • Góð 5 cm sessa fylgir með stólnum
 • Mjaðmabelti með smellulæsingu fylgir
 • Armar uppfellanlegir
 • Tvískiptar fótahvílur hægt að taka af
 • Massiv drifhjól hægt að taka af.
 • Veltivörn til að stólinn fari ekki aftur á bak
 • Sterkur stóll úr áli

Drive barnahjólastóll

Við erum með barnahjólastóla frá Drive. Henta vel til að taka með í ferðalög.

 • Setdýpt: 30.5 cm
 • Hámarksþyngd: 113 kg
 • Armar uppfellanlegir
 • Aðeins tæp 14 kg
 • Fyrir 3-7 ára
 • Hægri og vinstri fótskemlar sem lyftast