Fundur sambandsstjórnar Sjálfsbjargar lsf.

Þann 27. ágúst 2016 komu saman fulltrúar aðildarfélaga Sjálfsbjargar lsf. sem eru nú 12 að tölu. Þessir fulltrúar, ásamt framkvæmdastjórn mynda sambandsstjórn Sjálfsbjargar lsf. Umfjöllunarefni fundarins var m.a. undirbúningur 2. landsfundar Sjálfsbjargar lsf.

Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur B. Valgeirsson formaður Sjálfsbjargar á Vopnafirði, Anna Torfadóttir formaður Sjálfsbjargar í Bolungarvík, Magnús Reynir Guðmundsson formaður Sjálfsbjargar á Ísafirði, Sigrún Fossberg Arnarsdóttir stjórnarmaður í Sjálfsbjörg í Skagafirði, Margrét S. Jónsdóttir varamaður í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lsf., Hafdís B. Hilmarsdóttir formaður Sjálfsbjargar á Suðurnesjum, Guðni Sigmundsson frá Sjálfsbjörg í Fjarðabyggð (áheyrnarfulltrúi á fundinum), Unnur Jónsdóttir formaður Sjálfsbjargar í Fjarðabyggð, Herdís Ingvadóttir formaður Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni, María Óskarsdóttir formaður Sjálfsbjargar á Húsavík og nágrenni og Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar lsf. (Ásta Dís Guðjónsdóttir formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu var nýfarin af fundi þegar myndin var tekin.)

(Ljósmyndari: Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir)