Fjölskylduhús Sjálfsbjargar Reykholti

Sjálfsbjörg lsh fjárfesti í einbýlishúsi í byggðakjarna Reykholts árið 2016. Húsið var tilbúið undir tréverk og var ráðist í að klára það og var það mikið keppikefli að hafa húsið eins aðgengilegt hreyfihömluðu fólki og kostur er – og viljum við meina að það hafi tekist.

Fjölskylduhús Sjálfsbjargar stendur nú Sjálfsbjargarfélögum til boða að leigja  (sem hafa greitt félagsgjald til einhvers aðildarfélags Sjálfsbjargar á síðasta ári – þ.e. árið áður en leigt er) sem og til erlendra hreyfihamlaðra einstaklinga sem þarfnast aðgengilegs orlofshúss á svæðinu. Við fullyrðum að Fjölskylduhúsið sé það orlofshús sem er best útbúið fyrir hreyfihamlaða í landinu hvað aðgengi og sérstakan búnað snertir, bæði utanhúss og innandyra. Þetta er nýtt og glæsilegt einbýlishús, 200 ferm. auk 40 ferm. bílskúr.

Staðsetning: Húsið er staðsett í byggðakjarnanum í Reykholti í Biskupstungum – Kistuholti 19 (íbúðargata) (sjá kort)

Leigutíminn: Yfir vetrartímann er húsið leigt um helgar frá föstudegi til sunnudags (unnt að bæta við dögum fyrir eða eftir helgina). Komutími er frá kl. 16.00 á föstudegi og brottför fyrir kl. 11.00 á sunnudegi. Yfir sumartímann (frá 1.5. – 30.9.) er húsið leigt í viku í senn (7 nætur), frá föstudegi (komudagur eftir kl. 16.00) til næsta föstudags (brottför þá fyrir kl. 11.00).  Mikilvægt er að leigjendur virði þessi tímamörk því umsjónaraðili þarf að gera húsið klárt fyrir næstu leigu sem getur verið síðar þennan dag.

Hverjir geta leigt: Fjölskylduhúsið er leigt út til félagsmanna aðildarfélaga Sjálfsbjargar lsh. (sem þurfa að hafa greitt félagsgjald til einhvers aðildarfélags Sjálfsbjargar  fyrir síðast liðið ár ).

Leiguverð: Skrifstofa Sjálfsbjargar veitir upplýsingar um leiguverð. Sjálfsbjargarfélagar fá afslátt af leiguverði.

Umsókn: Ef þú vilt sækja um að leigja Fjölskylduhúsið, vinsamlegast sæktu umsóknareyðublaðið og sendu það síðan til okkar á netfangið: info@sjalfsbjorg.is.

 

 

Upplýsingar um Fjölskylduhús Sjálfsbjargar, Kistuholti 19, Reykholti

(sækja sem pdf skjal – endilega prenta skjalið út og hafa með sér á staðinn)

Gestir þurfa að hafa með sér: Sængurfatnað þó ekki lök (sængur og koddar eru til staðar fyrir 7), allar sápur, uppþvottaklúta, og handklæði.

Lýsing á Fjölskylduhúsinu:

 Staðsetning: Í byggðakjarna að Reykholti í Biskupstungum, Bláskógabyggð, nánar tiltekið að Kistuholti 19 – efsta gatan í hverfinu.

Stærð: Einbýlishús 200 fermetrar auk 40 fermetra bílskúrs sem má aka inní.

Fjöldi svefnherbergja: 3

Nánari upplýsingar má finna í upplýsingamöppu hér.

 

This slideshow requires JavaScript.