Klifur fyrir árið 2018 er komið út.

  Nýtt Klifur er komið út. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um hjólastólakörfubolti sem leikinn er einu sinni í viku í Íþróttahúsi ÍFR. umfjöllun um uppbyggingu á lóð Samtakana, Hátúni 12. Umfjöllun um helstu baráttumálinn. Yfirlit yfir gullmerkjahafa samtakna frá upphafi. Heimsókn Chris Kock til Sjálfsbjargar. Samkeppni um nýtt merki samtaknana, svo eitthvað sé nefnt. Blaðið má finna hér.    

Read more

Þeir eru margir lyftustokkarnir..

Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar landssambands skrifar. Skref hafa verið stigin til að bæta aðgengi þeirra sem búa við einhverskonar hreyfihömlun. Algild hönnun árið 2012 var stærsta skrefið og ber að þakka þáverandi ráðherra Svandísi Svavarsdóttur fyrir það skref. Það skref hefur þó ekki orðið til þess að breyta hugsunarhætti þeirra sem hyggja á framkvæmdir eða eru í framkvæmdum. Þar leynast púkar sem sjálfsagt raula lagið „Gott“ eftir Eyjólf Kristjánsson…

Read more

Að loknum NHF fundi.

Fundur var haldinn NHF- Nordiska Handikappförbundet (bandalag hreyfihamlaðra á norðurlöndunum) var haldinn sl. miðvikudag í Helsinki í Finnlandi. Á fundinum var farið yfir sameiginleg mál Hreyfihamlaðra á öllum norðurlöndunum eins og, Notendastýrða persónulega aðstoð NPA, styrki til bifreiðakaupa, ferðaþjónustu fyrir fatlaða og fleiri mál. Fulltrúar heimamanna voru síðan með ör fyrirlestra um helstu mál sem eru í gangi í heimalandinu. Eins og sjá má var góð stemning yfir fundarmönnum. Málefnastaðan…

Read more

Salalaug Kópavogi er Sundlaug okkra allra!

Salalaug í Kópavogi er á meðal þeirra sundlauga landsins þar sem aðgangur fyrir fatlaða er til fyrirmyndar. Þetta var niðurstaða í Ársverkefni Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, Sundlaugar okkar allra! Sjálfsbjörg veitti Salalaug nýverið viðurkenningu fyrir gott aðgengi. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar afhenti viðurkenninguna í Salalaug en þeir Guðmundur Halldórsson forstöðumaður Salalaugar og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs tóku við viðurkenningunni. Sjálfsbjörg gerði í  fyrra notendaúttekt á 24 sundlaugum á svæði…

Read more

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða ekki til staðar hjá öllum ríkisstofnunum

Vilhjálmur Árnason þingmaður suðurkjördæmis, spurði öll ráðuneyti Stjórnarráðsins eftirfarandi spurninga í góðu samráði við formann Sjálfsbjargar. Hvernig tryggir ráðherra fullnægjandi aðgengi fyrir fatlað fólk að manngerðu umhverfi í ráðuneytinu og stofnunum á málefnasviði ráðherra, sem og að upplýsingum og gögnum? Er í gildi stefna eða aðgerðaáætlun í ráðuneytinu og stofnunum á málefnasviði ráðherra um aðgengi fatlaðs fólks?   Svör eru nú farinn að berast. Stjórnarráðið sjálft þar sem hluti forsætisráðuneytisins…

Read more

Ársverkefni Sjálfsbjargar 2018

Ársverkefni Sjálfsbjargar Á Landsfundi Sjálfsbjargar 2016 var samþykkt að fara af stað með sérstök ársverkefni samtakanna og færi það fyrsta fram 2017. Hverju sinni væri tekið fyrir afmarkað verkefni er tengdist aðgengismálum hreyfihamlaðra. Markmið verkefnanna er að vekja athygli á aðgengismálum okkar fólks. Jafnframt fengju aðildarfélögin sameiginlegt verkefni til að vinna að og gæti þar með virkjað sitt fólk til að vinna að verkefninu. Skrifstofan mun undirbúa verkefnin og halda…

Read more

Landsfundur 2018.

„Króna á móti krónu skerðing viðgengst ennþá hjá þeim sem eru á örorkulífeyri. Þá skerðingu ber að afnema nú þegar. Koma þarf í veg fyrir að örorka sé ávísun á fátækt.“ Þetta segir í einni af ályktunum Landsfundar Sjálfsbjargar lsh. Landsfundurinn var haldinn um síðustu helgi. Þar voru samþykktar þrjár skýrar ályktanir. Bent er á að rífa þurfi upp ferðaþjónustu fatlaðra og að sveitarfélögum sé skylt að bjóða þá þjónustu.…

Read more

Leiga á Furuholti í sumar.

Nú gefst öllu félagsfólki innan Sjálfsbjargar landssambands kostur á að sækja um lausar vikur í Furuholti sumarhúsi Sjálfsbjargar á Akureyri.  Til þess að sækja um er farið inn á bjargendur.is og þar undir sumarhúsi er hægt að sækja um lausar vikur.  Vikuleigan er kr. 40.000 og skal greiðast inn á reikning félagsins 302-26-8345 570269-2599 fyrir 07.05.2018.  Umsóknarfrestur er til 30.04.2018.  Reglan verður sú að fyrstur sækir fyrstur fær.  Verði leigugjald…

Read more

Formaðurinn sótillur á landsfundi.

Undirritaður sótti landsfund Sjálfstæðisflokksins um nýliðnahelgi. Hélt ég utanum ályktun velferðarnefndar ásamt fundarstjóra og fundarritara í þeirri nefnd. Í pistli á vef Stundarinnar kemur fram ágætlega viðbrögð mín þegar búið var að sjóða niður ályktunina í stjórnmálaályktun fundarinns; Nú var mælendaskrá opnuð og kom maður í hjólastól [Bergur Þorri Benjamínsson] upp á svið og kvartaði yfir því að texti tengdur krónu á móti krónu skerðingu öryrkja og aldraðra hefði ekki verið…

Read more

Sumarútleiga á Fjölskylduhúsi Sjálfsbjargar.

Nú eru sumarvikurnar komnar í útleigu. Unnt er að leigja glæsilegt orlofshús Sjálfsbjargar hvort sem er um að ræða helgi í vetur eða viku í sumar. Fyrstur sækir um fyrstur fær. Kannaðu hvort húsið er laust þann tíma sem þú kýst. Sjá nánar á vefsíðu Sjálfsbjargar: http://www.sjalfsbjorg.is/fjolskylduhus-sjalfsbjargar-reykholti/

Read more