Breyting á stjórn Sjálfsbjargar

 

Á Landsfundi Sjálfsbjargar landssambandi hreyfihamlaðra 2016 sem haldinn var 1. október s.l. urðu nokkrar breytingar á stjórn samtakanna. Nýr formaður var kjörinn Bergur Þorri Benjamínsson (Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu). Um leið og hann er boðinn velkominn til starfa er Grétari Pétri Geirssyni þökkuð farsæl störf sem formaður samtakanna í sex ár. Þá var Þuríður Harpa Sigurðardóttir (Skagafirði) kjörin varaformaður. Gjaldkeri verður María Óskarsdóttir (Húsavík) og ritari Anna Torfadóttir (Bolungarvík). Meðstjórnendur eru: Guðmundur Ingi Kristinsson (höfuðborgarsvæðinu), Guðni Sigmundsson (Mið-Austurlandi) og Margrét S. Jónsdóttir (Suðurnesjum). Varamenn voru kjörnir Alma Ýr Ingólfsdóttir og Kristín Jónsdóttir (báðar í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu).