Auglýst eftir umsóknum í hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar

Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, var stofnaður árið 1997 með það að markmiði að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast. Markmið sjóðsins er að gera hreyfihömluðum kleift að ferðast innanlands og utan á jafnréttisgrundvelli. Sjóðurinn veitir umsækjendum styrk vegna aðstoðarfólks (hjálparliða) á ferðalögum og sem getur ráðið úrslitum um það hvort hreyfihamlaður einstaklingur nái að ferðast. Umsóknareyðublað má finna hér. Reglur hjálparliðasjóðsins má finna hér.

Read more

Nýr framkvæmdastjóri kominn til starfa.

Ósk Sigurðardóttir hefur tekið til starfa sem nýr framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar Landssambands. Ósk hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Landspítala, sem formaður iðjuþjálfafélags Íslands og starfað við verkefnastjórnun í hugbúnaðarþróun. Ósk er menntaður iðjuþjálfi frá Danmörku, er með MPM meistaragráðu í verkefnastjórnun og framhaldsnám í straumlínustjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið Postgraduate gráðu í nýsköpun og stefnumótun frá Oxford Háskóla og leggur nú lokahönd á MBA…

Read more

Bessastaðir gerðir aðgengi­leg­ir öll­um

Tvær hjóla­stóla­lyft­ur hafa verið sett­ar upp á Bessa­stöðum, ein við inn­gang og ein sem veit­ir aðgengi niður í veislu­sal Bessastaða. Þuríður Harpa Sig­urðardótt­ir, formaður Öryrkja­banda­lags­ins og fv. varaformaður Sjálfsbjargar, fagn­ar þessu en tel­ur að enn sé aðgengi víða ábóta­vant. Voru full­trú­ar frá Öryrkja­banda­lagi Íslands, Sjálfs­björg, SEM og MND-fé­lag­inu viðstadd­ir at­höfn sem hald­in var á Bessa­stöðum í til­efni af bættu aðgengi. „Aðgengið er orðið prýðilegt á Bessa­stöðum og fyr­ir okk­ur sem…

Read more

Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar vinningaskrá 2020.

Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar Dregið 24. Júní 2020 Ferðavinningur frá Icelandair að verðmæti kr. 1.500.000.- 4372 2.-6. Ferðavinningur frá Icelandair, hver að verðmæti kr. 450.000.-  1659 14941 19365 32803 48733 7.-14. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 400.000.-  19122 21961 27636 28421 32898 36816 36954 42207 15.-39. Ferðavinningur frá Icelandair, hver að verðmæti kr. 300.000.-   1118 2324 4453 6194 7555 7632 11252 11625 12352 19213 19216 19769 21717 23589 24921…

Read more

Styrkir til kaupa á sérútbúnum bifreiðum hækkaðir um 20%

  Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að hækka styrki til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum fyrir hreyfihamlaða einstaklinga um 20%. Vegna veikingar krónunnar á undanförnum misserum eru dæmi um að hreyfihamlaðir einstaklingar sem fest hafa kaup á sérútbúnum og dýrum bifreiðum hafi þurft að reiða fram mun hærri fjárhæðir fyrir bifreiðarnar en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Styrkirnir námu áður 50-60% af kaupverði bifreiðar, en að…

Read more

Aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar 2020

Sundlaugin í Ásgarði og Löður hljóta aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar. Sundlaugin í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ hlýtur aðengisverðlaun Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, árið 2020.  Aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar eru í ár veitt tveimur aðilum og auk Ásgarðslaugarinnar hlýtur smáforritið frá Löður viðurkenningu.   Afhending viðurkenningar um aðgengisverðlaunin fór fram í Ásgarði föstudaginn 29. maí sl. þegar þau Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar tóku á móti viðurkenningarskjali og blómvendi frá Berg…

Read more

Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar farið af stað.

Hið árlega jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar er farið af stað.  Happadrættið er mikilvægasta fjáröflun Sjálfsbjargar og heldur samtökunum gangandi. Hvort sem það er barátta fyrir bættu aðgengi, viðhald Fjölskylduhúsins (eina orlofshúsið með fullkomnu aðgengi) eða önnur verkefni sem Sjálfsbjörg tekur sér fyrir hendur. Stuðningur þinn skiptir samtökin ekki aðeins máli, hann skiptir okkur öllu máli!    

Read more