Auglýst eftir umsóknum í hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar

Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, var stofnaður árið 1997 með það að markmiði að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast. Markmið sjóðsins er að gera hreyfihömluðum kleift að ferðast innanlands og utan á jafnréttisgrundvelli. Sjóðurinn veitir umsækjendum styrk vegna aðstoðarfólks (hjálparliða) á ferðalögum og sem getur ráðið úrslitum um það hvort hreyfihamlaður einstaklingur nái að ferðast.

Umsóknareyðublað má finna hér.

Reglur hjálparliðasjóðsins má finna hér.