Eins og flestum forsvarsaðilum sundlauga er kunnugt fór Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra af stað með aðgengisverkefni í sumarið 2017,  sem var notendaúttekt á sundlaugum á svæði aðildarfélaganna m.t.t. aðgengis fyrir hreyfihamlaða. Heiti verkefnisins var: Sundlaugar okkar ALLRA! Og er það tilvísun til þeirrar staðreyndar að vegna margvíslegra aðgangshindrana eru fjölmargar sundlaugar landsins ekki allra, því miður. Ekki áttu öll aðildarfélög Sjálfsbjargar kost á því að taka þátt í verkefninu og ekki reyndist heldur raunhæft að taka út allar sundlaugar á starfssvæði félaganna sem þátt tóku.
En 24 sundlaugar voru teknar út og þar á meðal sundlaug Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Niðurstöðurnar eru birtar hér á vefsíðu Sjálfsbjargar (www.sjalfsbjorg.is) og í meðfylgjandi skjali sést niðurstaða allra sundlauganna 24. Þarna getur rekstraraðili sundlaugar borið sína sundlaug saman við þessar sundlaugar og metið aðgengisstöðu sinnar laugar  – og vonandi verið sáttur. Hann getur einnig notast við gátlistann og séð stöðu sinnar sundlaugar – og ef ekki sáttur gripið til betrumbóta.

Því miður sýna niðurstöðurnar allan skalann frá því að aðgengi er mjög gott niður í að sundlaugin er nær óaðgengileg hreyfihömluðu fólki.

Viðbrögð við verkefninu hafa veið mjög góð og mörg dæmi um að rekstraraðilar sundlauga hafa sett sig í samband við Sjálfsbjörg og leitað ráðlegginga og var ánægjulegt hvað t.d. margar sundlaugar hafa fjárfesti í lyftubúnaði við laugarnar.