Golli

Almenningssamgöngur milli landshluta verða varla gerðar aðgengilegar

Nú í morgun var haldinn fundur undir fyrirsögninni-Ferðumst saman – morgunverðarfundur um almenningssamgöngur milli byggða.  Tilefni fundarins voru skýrsludrög um almenningssamgöngur .  Svo vitnað sé í skýrsluna segir á bls 51; “Að lágmarki þurfa stoppistöðvar að tryggja öryggi, skjól fyrir vindum og ofankomu, aðgengi fyrir alla, lýsingu og upplýsingar um þjónustu.” Hins vegar segir aðeins um ökutækin (sem stöðva jú við sömu stöðvar) ;”Það er þó mikilvægt að farartækin séu ávallt í góðu ástandi og útbúin öllum þeim öryggisbúnaði sem lög og reglur gera ráð fyrir.”

Nú voru á á árinu 2017 sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017, sem felldu þar með úr gildi lög nr. 73/2017 og reglugerð um fólksflutninga í landi, nr. 528/2002. Þá var innleidd ESB reglugerð nr. 181/2001 um réttindi farþega í hópbifreiðum. Með þessari gildistöku fylgja auknar kröfur á sérleyfishafa um aðgengi fyrir fatlað fólk að hópferðabílum. Skv. 10. gr. ESB gerðarinnar er flutningsaðilum gert skylt að „taka tillit til þessara þarfa, þar sem því verður við komið, þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlega endurnýjuðum ökutækjum með fyrirvara um gildandi löggjöf eða framtíðarlöggjöf um tæknilegar kröfur varðandi hópbifreiðar.“ Það mun fela í sér að frá 1. júní 2017, þegar lög nr. 28/2017 tóku gildi, er flutningsaðilum óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi sé fyrir fatlað fólk. Að sama skapi skal aðgengi vera tryggt fyrir fatlað fólk við breytingar eða byggingu á mið- og biðstöðvum. Svo virðist vera að stjórnvöld ætli að líta framhjá þessu ákvæðum hvað varðar bílana, en gera biðstöðvar aðgengilegar..

Upptöku af fundinum má sjá hér.