Vestur og norður!
23.-24. september 2013 og 15.-17. október 2013 voru Grétar Pétur formaður Sjálfsbjargar ásamt Bergi Þorra málefnafulltrúa og Rannveigu forstöðumanni Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar á ferð um Vestfirði og Norðurland. Alls voru sex staðir heimsóttir og forsvarsmenn viðkomandi sveitarstjórna teknir tali. Einnig heilsuðu þau upp á fjölda Sjálfsbjargarfélaga sem og aðra íbúa viðkomandi félagssvæðis.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru í ferðunum tveimur.
- Veðurblíðan á Ísafirði.
- Ólafía Ósk Runólfsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á Bolungarvík, Anna Torfadóttir, fyrrverandi formaður og Grétar Pétur Geirsson, formaður lsf.
- Snæfellsnesið séð úr lofti.
- Formaður Sjálfsbjargar á Siglufirði, Kolbrún Símonardóttir (3. frá vinstri) ásamt formanni landssambandsins.
- Akureyri kvaddi okkur með góðu veðri, en ekki hvað?
- Rannveig Bjarnadóttir forstöðumaður kynnir Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar að loknum aðalfundi Sjálfsbjargar í Skagafirði.