Hollvinir Sjálfsbjargar.

Hollvinir Sjálfsbjargar eru einstaklingar sem styrkja Sjálfsbjörg lsh. með reglulegu styrktarframlagi, flestir mánaðalega og flestir láta taka styrkinn af krítarkorti sínu. Hollvinir Sjálfsbjargar telja rúmlega eitt þúsund manns og er þeirra framlag til starfsemi Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra afar mikilvægt. Við höfum verið í samstarfi við Miðlun ehf. um að safna Hollvinum fyrir okkur og annast fyrirtækið umsjón með fyrirkomulaginu og hefur það samstarf gefist vel. Tekjurnar fara til málefnastarfs Sjálfsbjargar, en við erum ávallt að berjast fyrir bættum hag og réttindum hreyfihamlaðsfólks í landinu.

Ef þú vilt bætast í hóp Hollvina Sjálfsbjargar, endilega hafðu þá samband við skrifstofu Sjálfsbjargar í síma 5500 360 eða sendu okkur netpóst: sjalfsbjorg@sjalfsbjorg.is. Nánari upplýsingar um skrifstofuna finnur þú hér.