Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1990-1999

Tímaritið Klifur hefur göngu sína og tekur að nokkru við af ársritinu Sjálfsbjörg og innanhússriti Sjálfsbjargar. Klifur kemur út nokkrum sinnum á ári.

Sextánda Sjálfsbjargarfélagið stofnað á Vopnafirði árið 1991.

,,Hollvinir” Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra verða til árið 1993. Þetta er fjöldi einstaklinga um allt land sem tekur að sér að leggja fram fasta fjárupphæð til styrktar samtökunum, einu sinni eða oftar á ári.

Jóhann Pétur Sveinsson lést hinn 5. september 1994 tæplega 35 ára gamall. Við formennsku landssambandsins tók Guðríður Ólafsdóttir, áður varaformaður. Hún var síðan kosin formaður á þingi samtakanna árið 1996.

Félag heilablóðfallsskaðaðra (síðar Heilaheill) gerist aðili að Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. Félögin innan landssambandsins þá orðin 17.

Arnór Pétursson kosinn formaður landssambandsins árið 1998 á þingi landssambandsins á Siglufirði.

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1958-1969 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1970-1979 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1980-1989 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 2000-2009 er hægt að sjá hér