Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1970-1979

Sjálfsbjargarfélög stofnuð í Stykkishólmi og á Akranesi árið 1970 og árið 1974 í Neskaupstað.

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík stofnað að frumkvæði ÍSÍ og Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra árið 1974.

Hjálpartækjabankinn stofnaður af Rauða krossi Íslands og Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, árið 1976. Fyrirtækið var fyrst til húsa að Nóatúni 21 í Reykjavík en fluttist síðar í eigið húsnæði að Hátúni 12. Árið 1995 var bankinn seldur Össuri hf.

Sjálfsbjörg stendur fyrir ,,jafnréttisgöngu” fatlaðra 1978 í tilefni árs fatlaðra. Um 10 þúsund manns taka þátt í göngu og baráttufundi til að leggja áherslu á hagsmuna- og réttindamál fatlaðra.

Ný byggingalög með auknum kröfum um aðgengi fyrir alla í skipulagi samþykkt 3. maí 1978.

aksambandsthingisa

Mynd: Á sambandsþingi á Ísafirði 1972, Viðar Guðnason, Gestur Sturluson, Theodór A. Jónsson og Gunnar Jóhannson

 

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1958-1969 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1980-1989 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 1990-1999 er hægt að sjá hér

Stiklur af sögu Sjálfsbjargar 2000-2009 er hægt að sjá hér