Merki Sjálfsbjargar

Merki Sjálfsbjargar er eftir Ríkarð Jónsson útskurðarmeistara og myndhöggvara. Í upprunalegri útgáfu merkisins var áletrunin með höfðaletri en það merki sem nú er jafnan notað er sú útgáfa sem er með latneskri leturgerð sem þorri fólks á léttara með að lesa.

Merkið hefur skírskotun í einkunnarorð Sjálfsbjargar: ,,Alltaf beita upp í vindinn, eygja, klífa hæsta tindinn.”

skfundahamar

Þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, var fimm ára gáfu aðildarfélögin landssambandinu útskorinn fundarhamar úr fílabeini með merkinu á og einkunnarorðin voru einnig letruð á hamarinn.