Saga Sjálfsbjargar – Svipmyndir

skjafnrettisganga

 

Saga Sjálfsbjargar byggist ekki síst á viðburðum, stórum og smáum, sem saman mynda heildarmynd líkt og gerða úr mósaíkflísum, litríka, fjölbreytta en þó á ákveðinn hátt mjög samstæða. Sumir atburðirnir marka tímamót, svo sem jafnréttisgangan, aðrir eru tímanna tákn, svo sem frásagnir Stefáns Jónssonar af baráttunni við misgóða gervifætur sem nú heyra sem betur fer sögunni til. Söngvar og kveðskapur hafa ávallt fylgt Sjálfsbjörg og því er nauðsynlegt að safna á einn stað efni af því tagi, einkum því sem gæti farið að týnast.