Samstarfsaðilar Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra tekur þátt í samstarfi við ýmis félagasamtök, bæði innlend sem og erlend. Hér eru nefnd nokkur þeirra.

Öryrkjabandalag Íslands

Sjálfsbjörg er eitt af stofnfélögum Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ)  og hafa Sjálfsbjargarfélagar ávallt tekið virkan þátt í starfi ÖBÍ.

Medic Alert

Medic Alert á Íslandi er hluti af alþjóðlegum samtökum sem gefa út merki sem fólk getur borið á sér. Á merkinu koma fram lífsnauðsynlegar upplýsingar um sjúkdóma og/eða fötlun viðkomandi. Bein tenging er síðan við bráðadeild Landspítala þar sem nánari upplýsingar eru vistaðar. Ef viðkomandi getur af einhverjum ástæðum ekki tjáð sig, ef hann/hún er t.d. meðvitundarlaus, getur svona merki verið mjög svo gagnlegt. Endilega kynnið ykkur Medic Alert.

Nordiska Handikappförbundet

Nordiska Handikappförbundet mynda systursamtök Sjálfsbjargar á Norðurlöndunum. Fulltrúar þessara félaga funda tvisvar á ári og fjalla um þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni. Formennska í samtökunum færist árlega á milli hinna einstöku landa, í tak við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.